RMF og skemmtiferðaskiparannsóknir

Þórný við kynningu
Þórný við kynningu

Nýlegar skemmtiskiparannsóknir RMF voru vel kynntar á norrænu ferðamálaráðstefnunni Nordic Symposium on Hospitality and Tourism Research sem fram fór í Alta, Noregi í septemberlok.

Þórný Barðadóttir sérfræðingur á RMF kynnti þar ásamt Tracy Harkison niðurstöður samanburðar þeirra tveggja á viðtalsrannsóknum sem framkvæmdar voru á Íslandi annars vegar og á Nýja Sjálandi hins vegar. Íslenski þáttur rannsóknarinnar byggir á hluta niðurstaðna viðtalsrannsóknar sem gerð er grein fyrir í skýrslu RMF ...það er bara hver á að taka af skarið...

Þórný og Tracy leggja nú lokahönd á grein sem sýnir niðurstöður samanburðarrannsóknarinnar.


Í annarri kynningu, sagði Þórný frá tilurð og fyrstu niðurstöðum ferðavenju- og útgjaldakannana sem í ár og sl. ár, voru gerðar meðal farþega skemmtiferðaskipa á Akureyrarhöfn.
Niðurstöðuskýrslu þeirra kannana er að vænta í árslok.

 

Þá stóð Þórný fyrir fyrsta aðalfundi NCRN sem er Norrænt rannsóknanet um skemmtiskiparannsóknir, en hugmyndin að tilurð netsins leit dagsins ljós fyrir ári síðan, þá einmitt á þessari norrænu ferðamálaráðstefnu, sem þá var haldin í Falun í Svíþjóð.
Níu rannsakendur boðuðu komu sína á fundinn, þar af fimm þátttakendur á ráðstefnunni og tókst vel til með fundahöldin.

 

   Tracy Harkison við kynningu sameiginlegra niðurstaðna skemmtiskiparannsóknar    Tekið við stofnfund NCRN í Alta, Noregi