RMF tók þátt í Nordic Symposium ráðstefnunni í síðustu viku

Mid Sweden University í Östersund
Mid Sweden University í Östersund

Þær Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Vera Vilhjálmsdóttir tóku þátt í ráðstefnunni 31st Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research sem haldin var dagana 19.-21. september í Mid Sweden University í Östersund, Svíþjóð. Ráðstefnan var haldin af The European Tourism Research Institute (ETOUR).

Ráðstefnan er hluti af ráðstefnuröð norrænna ferðamálarannsakenda og er haldin til skiptis á Norðurlöndunum fimm. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Rethinking tourism for a sustainable future“ og var sú 31. í ráðstefnuröðinni. Það má lesa nánar um ráðstefnuna og erindin á heimasíðu ráðstefnunnar HÉR.

RMF tók þátt í tveimur málstofum að þessu sinni.

Alternative Accomodation Models and Responsible Tourist Behaviour

Birgit Leick, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Merete Kvamme Fabritius Fabritius, Susanne Gretzinger og Vera Vilhjálmsdóttir með erindið „The role of Airbnb hosts in rural regions: A curse for the local tourism network or a blessing for tourism development through platform entrepreneurship?“.

Decent and Meaningful: Tourism and Hospitality Work in Sustainable Tourism Futures 1

Auður H. Ingólfsdóttir og Vera Vilhjálmsdóttir með erindið „Women Leadership in Sustainable Tourism: Inclusive Leadership for a Sustainable Future“.

 

Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur RMF, hélt bæði erindin fyrir hönd verkefnahópanna sem koma að verkefnunum We Lead og Efnahagsleg áhrif AirBnb á samfélög á Norðurslóðum.

Auk Guðrúnar Þóru og Veru tóku fræðimenn frá Háskóla Íslands einnig þátt í ráðstefnunni og sögðu frá sínum rannsóknum.

Changing landscapes: Revisiting tourism ethics

Edita Tverijonaite og Anna Dóra Sæþórsdóttir með erindið „Wilderness from the perspective of the tourism industry: Place meanings and management preferences“.

Decent and Meaningful: Tourism and Hospitality Work in Sustainable Tourism Futures 2

Magnfríður Júlíusdóttir með erindið „Sexual harassment in tourism and hospitality in Iceland - in the context of high presence of migrant workers“.

Decent and Meaningful: Dignified Labour in Sustainable Tourism Futures

Eleonora Rossi, Tara Duncan, Maria Thulemark, Tone Linge, Magnfríður Júlíusdóttir og Eyrún Jenný Bjarnadóttir með erindið „Trans-Nordic contextualization of sexual harassment in the hospitality industry“.

Critical interventions into sustainable tourism promotion and consumption 2

Anna Karlsdóttir með erindið „Towards Nordic regional tourism satellite accounts - efforts and limitations“.

 

Einnig var gefið út ágripahefti með öllum innsendum ágripum fyrir ráðstefnuna, hægt er að nálgast öll ágripin HÉR.

Íslenski hópurinn í móttökunni sem haldin var í Jamtli safninu fyrsta kvöldið
Frá vinstri til hægri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Vera Vilhjálmsdóttir, Edita Tverijonaite, Magnfríður Júlíusdóttir og Anna Karlsdóttir.