Samráðsfundur Íslandsstofu

Fundarboð Íslandsstofu: 17. febrúar 2016
Fundarboð Íslandsstofu: 17. febrúar 2016

Íslandsstofa hefur boðað til samstarfsfundar undir yfirskriftinni Íslensk ferðaþjónusta - Markaðssetning í breyttu umhverfi. Á fundinum verður kynnt ný markaðsherferð undir heitinu Ísland – allt árið.

Á vef Íslandsstofu má sjá nánari upplýsingar um dagskrá fundarins. Meðal framsögumanna verður forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, Kristín Sóley Björnsdóttir, en hún mun kynna stöðu samstarfsverkefnis um gerð markhópalíkans fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Að auki munu hafa framsögu sérfræðingar frá Íslandsstofu og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar auk þess sem ráðherra ferðamála mun ávarpa fundinn.