Vinnufundur T-Crisis-NAV verkefnis

Mynd: Visit Scotland
Mynd: Visit Scotland

Rannsóknarmiðstöð ferðamála tók á dögunum þátt í fundi í norður Skotlandi um Erasmus+ verkefnið T-Crisis-NAV sem Rannsóknarmiðstöðin er þátttakandi í. 

Á þessum fundi voru þátttakendur frá Skotlandi, Írlandi, Spáni, Þýskalandi og Íslandi. Var þetta fyrsti fundurinn sem þátttakendur hittast augliti til auglitis en verkefnið hófst 2020 og er til þriggja ára.

Til þess að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins á ferðaþjónustuna var farið í þetta verkefni til þess að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki með að sigla í gegnum þann ólgusjó sem myndast við krísu.

Frá vinnufundi T-Crisis-NAV í Skotlandi 2021

Á fundinum ræddu samstarfsaðilar um efni sem þyrfti að vera til staðar í námsefni fyrir hinar ólíku menntastofnarnir til þess að aðilar ferðaþjónustunnar öðlist færni og hæfni til að takast á við krísu á áhrifaríkan hátt. En afurð þessa verkefnis er námsskrá og námsefni til að gera menntastofnunum kleift að bjóða uppá fræðslu og þjálfun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrir frumkvöðla framtíðar í ferðaþjónustu.

 

Frekari upplýsingar um verkefnið má sjá hér og á heimasíðu þess www.tourismrecovery.eu.