Hugmyndafræði SAINT kynnt

 

RMF hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í fjölþjóðlegu verkefni undir merkjum SAINT sem stendur fyrir Slow Adventures in Northern Territoires en útleggst á íslensku sem yndisævintýri.

Í nýútkomnu fréttabréfi verkefnisins kemur fram að áhersla undanfarinna mánaða hafi verðið á markaðsetningu hugtaksins þar sem hugmyndafræði og vörumerki SAINT verkefnisins hafi verið kynnt á Íslandi, í Noregi auk landa Evrópusambandsins.

 

Markmið SAINT verkefnisins er að bera kennsl á hvað einkennir vörur, þjónustu og ferðir sem snúast yndisævintýri á Norðurslóðum. Með því að setja fram skilgreiningu fyrirtækja sem bjóða yndisævintýraferðir og hvata þeirra voru settar fram leiðbeiningar um skipulag ferðaþjónustu í takt við umhverfi og náttúru.

Fréttabréfið má lesa hér.

 

Þá má lesa meira um SAINT verkefnið og önnur rannsóknaverkefni RMF hér.