Fréttir

Málstofa: Munu útlendingar þjóna útlendingum?

Málstofan verður haldin þann 24. apríl 2015, kl. 12.10 – 12.55 í stofu M102 í Sólborg við Norðurslóð. Erindi heldur Edward H. Huijbens, prófessor og sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Ferðamála. Í erindinu verða teknar saman helstu stærðir í íslenskri ferðaþjónustu og sýnt hvernig þróun hennar verður til nánustu framtíðar og hvaða forsendur eru þar að baki.
Lesa meira

Fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt með innlendu vinnuafli.

Ferðamannastraumi til Íslands verður ekki mætt öðruvísi en með erlendu vinnuafli. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7 prósent milli áranna 2008 og 2014.
Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál fyrir skólaárið 2014

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) afhenti þann 26. mars Willem Gerrit Tims 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Willem skrifaði verkefni sitt við líf- og umhverfisvísindasvið HÍ, en það nefnist Ný nálgun við kortlagningu á upplifun óbyggðra víðerna.
Lesa meira

Vinir jarðar meta umhverfisframmistöðu skemmtiferðaskipa

Samtökin Vinir Jarðar (e. Friends of the Earth) hafa tekið saman mat á frammistöðu skemmtiferðaskipa er kemur að umhverfismálum á árinu 2014. Á þessari síðu: http://www.foe.org/cruise-report-card er hægt að sjá úttekt á 167 skipum í eigu 16 skipafélaga, þar sem horft er til meðferðar á skólpi, hvort verið sé að vinna gegn útblæstri og hvernig skipin eru að standa sig gagnvart viðmiðum um verdun sjávar sem sett voru í Alaska. Byggt á þessum þremur mælikvörðum fá skipin lokaeinkunn.
Lesa meira

Nýtt nám í heilsutengdri ferðaþjónustu í Búdapest

Ný námslína við í Búdapest í Ungverjalandi býður nemendum upp á að sérhæfa sig innan heilsutengdrar þjónustu.
Lesa meira

Nýr vefur RMF

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur fengið nýjan glæsilegan vef, en það var Stefna sem sá um vefhönnun og uppsetningu í vefumsjónarkerfi sínu. Enn vantar að færa inn ýmsar upplýsingar inn á vefinn en verið er að vinna í því á næstu dögum.
Lesa meira

Ráðstefna um stöðu og horfur í ferðaþjónustu

Landsbankinn efnir til árlegrar vorráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu á Íslandi, þriðjudaginn 24. mars 2015. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Bandaríkjamaðurinn Doug Lansky er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hann hefur ritað bækur fyrir Lonely Planet, stýrt ferðaþáttum á Travel Channel, skrifað fyrir National Geographic Traveler og haldið fyrirlestra á helstu ferðaráðstefnum heims.
Lesa meira

Viðtal við Edward H. Huijbens á N4 - Fróðleiksmolar Eyþing, ferðaþjónusta

Þann 10. mars var sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri í viðtali á sjónsvarpsstöðinni N4. Í þættinum var rætt um uppbyggingu ferðaþjónustu í Eyþing
Lesa meira

Eldsumbrot og samfélag

Samstarfsráðstefna AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri. Aðalfyrirlestrar: Eldsumbrotin í Bárðabungu: Rannsóknir, vöktun og viðbrögð. Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli. Rýming samkvæmt áætlun.
Lesa meira

Málstofa Auðlindadeildar og RMF

Málstofa Auðlindadeildar í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þriðjudaginn 3. mars 2015 kl. 12.00 – 13.00 í stofu K201 í Háskólanum á Akureyri. Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Lesa meira