Fréttir

Umsögn Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um náttúrupassann

Edward H. Huijbens sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur f.h. miðstöðvarinnar skilað umsögn um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa (mál: 455 - þskj.: 699). Í umsögninni fer Edward yfir frumvarpið og af hverju tillaga að náttúrupassa til tekjuöflunar sé ekki sú besta þegar kemur að fjármögnun og uppbyggingu ferðamannastaða.
Lesa meira

RMF skýrslur á döfinni

Þann 13. mars verða RMF skýrslurnar fyrir árið 2014 gefnar út. Eins og ævinlega er listinn yfir skýrslur fjölbreyttur og mikið af áhugaverðum rannsóknum í gangi hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála.
Lesa meira

Edward í viðtali á RÁS 1

Fimmtudaginn 5. febrúar 2015 var Edward H. Huijbens sérfræðingur RMF í viðtali á RÁS 1 í útvarpsþættinum "Morgunútgáfan. Þar var um nýútgefinni skýrslu RMF um þjóðahagsreikningana.
Lesa meira

Erindi um þróun og tölfræði ferðamennsku á Húsavík

Húsavíkurstofa og Þekkingarnet Þingeyinga boða til fundar um þróun og tölfræði ferðamennsku á Húsavík, miðvikudaginn 4. febrúar kl. 15.00 í fundasal Hvalasafnsins á Húsavík. Þar mun Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir kynna rannsókn á ferðamálum á svæðinu undanfarin tvö ár.
Lesa meira

Nýr forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

Kristín Sóley Björnsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf sem forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF).
Lesa meira

Rannsóknarverkefni á vegum RMF hlýtur tveggja milljóna króna styrk

Samtökin vinir Vatnajökuls hafa ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni RMF og samstarfsaðila „Glacier Tourism and Climate Change in Iceland“ um tvær milljónir króna. Rannsóknarverkefnið hófst haustið 2013 og er það Johannes T. Welling PhD nemi sem vinnur að verkefninu.
Lesa meira

Fjórðu rannsóknadagar RMF haldnir á Hvanneyri

Dagana 6. og 7. nóvember 2014 bauð Rannsóknamiðstöð ferðamála til rannsóknadaga í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
Lesa meira

Erindi um ferðaþjónustu á Þjóðarspegli 2014

Málefni um ferðaþjónustu verða áberandi á Þjóðarspeglinum 2014, ráðstefnu í félagsvísindum haldinn í Háskóla Íslands, þann 31. október næstkomandi. Þjóðarspegillinn er vettvangur til að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi og er hann haldinn í október ár hvert.
Lesa meira

Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Örráðstefna RMF fimmtudaginn 30. október kl. 17.00-18.00 í Öskju – náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (við hlið Norræna hússins) – aðalsalur (stofa 132)
Lesa meira

RMF þróar námsviðmið í samvinnu við Háskólann á Hólum og SAF

Í samvinnu við Háskólann á Hólum og Samtök ferðaþjónustunnar innanlands lauk verkinu með þeim námsmarkmiðum sem hér má finna er kemur að námskeiðum í þróun þjónustu á náttúrusvæðum.
Lesa meira