Fréttir

Erindi um ferðaþjónustu á Þjóðarspegli 2014

Málefni um ferðaþjónustu verða áberandi á Þjóðarspeglinum 2014, ráðstefnu í félagsvísindum haldinn í Háskóla Íslands, þann 31. október næstkomandi. Þjóðarspegillinn er vettvangur til að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi og er hann haldinn í október ár hvert.
Lesa meira

Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Örráðstefna RMF fimmtudaginn 30. október kl. 17.00-18.00 í Öskju – náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (við hlið Norræna hússins) – aðalsalur (stofa 132)
Lesa meira

RMF þróar námsviðmið í samvinnu við Háskólann á Hólum og SAF

Í samvinnu við Háskólann á Hólum og Samtök ferðaþjónustunnar innanlands lauk verkinu með þeim námsmarkmiðum sem hér má finna er kemur að námskeiðum í þróun þjónustu á náttúrusvæðum.
Lesa meira

Forstöðumaður aðalfyrirlesari á ráðstefnu um dreifðar byggðir

Miðvikudaginn 10. september hélt Edward H. Huijbens, forstöðumaður RMF, einn fjögurra lykilfyrirlestra á þriðju samnorrænu ráðstefnunni um rannsóknir á dreifðum byggðum, sem haldin var í Þrándheimi í Noregi dagana 8. til 10. september
Lesa meira

Dagskrá RMF haustið 2014

Haustdagskrá RMF 2014 viðburðarrík að venju.
Lesa meira

Þriðju "Rannsóknardagar RMF" haldnir að Hólum

Rannsóknamiðstöð ferðamála bauð nú í byrjun júní í þriðja sinn framhaldsnemum og rannsakendum í ferðamálum til rannsóknardaga, í þetta sinn að Hólum í Hjaltadal. Fyrstu rannsóknardagar RMF voru haustið 2012 í Höfn, þar á eftir á Húsavík haustið 2013 og byggt á árangri þeirra var ákveðið að bæta við og halda rannsóknardaga að vori auk hausts. Næstu og fjórðu rannsóknardagar RMF verða því í haust og stefnt er á suðvesturhornið.
Lesa meira

Nýr samningur um RMF frágenginn

Rannsóknamiðstöð ferðamála var upprunalega stofnuð 1999 sem samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og þá undir nafninu Ferðmálasetur Íslands.
Lesa meira

Útvarpsþættir um ferðamál; Áfangastaður: Ísland

Alla sunnudagsmorgna sumarið 2014 mun Edward H. Huijbens forstöðumaður RMF ásamt útvarpsmanninum Ævari Kjartanssyni ræða um áfangastaðinn Ísland frá ýmsum sjónarhornum með góðum gestum.
Lesa meira

Verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál fyrir skólaárið 2013

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) með fulltingi og stuðningi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) hefur nú í níunda sinn veitt 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin voru afhent á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) 2014, fimmtudaginn 10. apríl á Grand hótel Reykjavík. Forstöðumaður RMF afhenti verðlaunin og lýsti jafnframt þeim örðum verkefnum sem til greina komu.
Lesa meira

Norrænar ferðamálarannsóknir – innsýn frá Íslandi

Tvær ritrýndar greinar og ein ráðstefnugrein voru birtar í mánuðinum sem tíunda íslenskar rannsóknir á ferðmálum í norrænu og alþjóðlegu samhengi.
Lesa meira