Fréttir

Heimsókn norskra háskólanema

Rannsóknamiðstöð ferðamála tók í gær á móti hópi norskra háskólanema í ferðamálafræðum.
Lesa meira

Gunnþóra Ólafsdóttir ráðin sérfræðingur hjá RMF

Gunnþóra Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Starfsstöð Gunnþóru verður á skrifstofu RMF í Reykjavík.
Lesa meira

Upptaka frá Fundi fólksins

Upptaka frá pallborðsumræðum á Fundi fólksins aðgengileg á veraldarvefnum.
Lesa meira

Spennandi hringborð um ferðamál

RMF stendur fyrir hringborðsumræðum um ferðamál á Fundi fólksins í Norræna húsinu laugardaginn 3. sept. kl. 13-14. Yfirskrift umræðnanna er: Við og gestir okkar: ávinningur, ábyrgð og áskoranir.
Lesa meira

Við og gestir okkar: ávinningur, ábyrgð og áskoranir

Rannsóknamiðstöð ferðamála tekur þátt í Fundi fólksins, lýðræðishátíð um samfélagsmál og stjórnmál, í Norræna húsinu laugardaginn 3. september kl. 13. Fundurinn er öllum opinn.
Lesa meira

Ferðaþjónusta, fólk og vernduð svæði í víðáttu heimskautanna

Dagana 29. ágúst - 2. september mun Rannsóknamiðstöð ferðamála standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ferðamál á heimskautasvæðum. Ráðstefnuhald verður í Háskólanum á Akureyri og á Raufarhöfn.
Lesa meira

Þér er boðið í samtal!

Mánudaginn 29. ágúst býður Rannsóknamiðstöð ferðamála til opinna pallborðsumræðna um framgang og stöðu ferðamála á nyrstu svæðum heimsins. Staður og stund: Háskólinn á Akureyri, stofa N102, kl. 15:30-17:30.
Lesa meira

Ábyrg uppbygging ferðaþjónustunnar

Undanfarin ár hefur bandaríski fræðimaðurinn David L. Edgell birt greiningu á vægi helstu áhersluefna ferðaþjónustu heimsins. Nýútkominn listi sýnir skýra áherslu á aukið vægi ábyrgrar uppbyggingar ferðaþjónustu, viðhald sjálfbærni áfangastaða og viðbragða við langtímaáhrifum loftslagsbreytinga.
Lesa meira

Selatalningin mikla

Fimmtudaginn 21. júlí n.k. fer fram Selatalningin mikla, árlegur viðburður á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga.
Lesa meira

Ímynd Íslands í kynningarefni ferðaþjónustunnar

Nýverið kom út hjá RMF skýrsla um ímynd Íslands í kynningarefni ferðaþjónustunnar. Höfundur skýrslunnar, Tourist images of Iceland er Dennis Hermans, meistaranemi í ferðamálafræðum við Wageninger háskóla í Hollandi, en skýrslan er hluti starfsnáms sem hann hefur sinnt við RMF undanfarna mánuði.
Lesa meira