Fréttir

Því meiri samskipti - því meiri jákvæðni

Eftir því sem Íslendingum líkar betur að eiga samskipti við ferðamenn því líklegri eru þeir til að vera jákvæðir í viðhorfum til ferðamanna og ferðaþjónustu. Ný greining á viðhorfum landsmanna voru birtar í dag á vef RMF.
Lesa meira

Farþegar ánægðir með tengiflug milli Keflavíkur og Akureyrar

Farþegar í tengiflugi milli Keflavíkur og Akureyrar voru ánægðir með flugið sem valkost og vildu helst að ferðum yrði fjölgað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu RMF meðal flugfarþega.
Lesa meira

RMF á opinni málstofu um skemmtiferðaskip

RMF er þátttakandi í málþinginu Skemmtiferðaskip og nærsamfélagið sem fram fer í Hofi, Akureyri á morgun, föstudaginn 7. september kl. 14:15. Viðburðurinn er hluti LÝSU, upplýsandi hátíðar um samfélagsmál.
Lesa meira

RMF á ráðstefnu í Frakklandi

Þær Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, og Auður H Ingólfsdóttir, sérfræðingur, tóku nýlega þátt í ráðstefnu í Bordeaux, Frakklandi, þar sem fjallað var um stjórnun útivistarsvæða og verndaðra svæða.
Lesa meira

Góð heimsókn frá háskólanum í Plymouth.

Á morgun (05.09) verður haldin vinnustofa um málefni vinnuafls í ferðaþjónustu á Íslandi. Tilefnið er koma Dr. Andreas Walmsley frá Háskólanum í Plymouth, en Andreas er driffjöður alþjóðlegs rannsóknarhóps um vinnuafl í ferðaþjónustu.
Lesa meira

Ástralskur gestafræðimaður á RMF

Dr Georgette Leah Burns er gestafræðimaður á Rannsóknamiðstöð ferðamála og vinnur hún að rannsókn á upplýsingaefni til ferðamanna í Ásbyrgi.
Lesa meira

Rannsókn á viðburðinum Landsmót hestamanna

Fulltrúar Landsmóts hestamanna, Háskólans á Hólum og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála undirrituðu í dag samkomulag um rannsókn á Landsmóti 2018 sem heildstæðum viðburði.
Lesa meira

RMF leita eftir spyrlum

Rannsóknamiðstöð ferðamála leitar eftir einstaklingum til að taka að sér spyrlastörf í sumar, við framkvæmd ferðavenjukönnunnar meðal erlendra ferðamanna á tilteknum svæðum landsins.
Lesa meira

Talning ferðamanna

Í nýútkominni skýrslu RMF og HÍ, "Dreifing ferðamanna um landið – Talningar ferðamanna á áfangastöðum út árið 2017" er greint frá því hvernig ferðamenn dreifðust um landið í febrúar, ágúst og október 2017 og hvernig dreifingin hefur breyst síðustu ár.
Lesa meira

Ferðamenn ánægðir með náttúru á Kröflusvæðinu

Ferðamenn sem heimsækja Kröflusvæðið eru mjög ánægðir með náttúru svæðisins. Þetta er meginsniðurstaða í nýrri skýrslu RMF, sem fjallar um rannsókn sem var ætlað að meta áhrif Kröfluvirkjunar á upplifun ferðamanna.
Lesa meira