Fréttir

Lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða: Málstofa í Hörpu

Á morgun þriðjudag verður haldin málstofa um lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða á Ísland í Kaldalóni í Hörpu. Málstofan hefst klukkan 14 og er öllum opin.
Lesa meira

Rannsóknir RMF á íslenskum ferðaþjónustureikningum nýtast á alþjóðavettvangi

Íslenskir ferðaþjónustreikningar sem RMF og Hagstofan unnu saman á árunum 2013-2015 eru meðal gagna sem stuðst var við í þróun aðferða til kerfisbundinnar söfnunar hagrænna gagna í ferðaþjónustu á svæðisbundna vísu.
Lesa meira

Grein: Árstíðarsveifla í dreifingu ferðamanna

Nýlega kom út fræðigrein Gyðu Þórhallsdóttur doktorsnema við HÍ og Rögnvalds Ólafssonar um aðferðafræði við mælingu á árstíðarsveiflu í dreifingu ferðamanna um landið.
Lesa meira

Ferðamenn í Eyjafirði hæfilega margir að mati heimamanna

Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að íbúar í Eyjafirði séu sáttir við fjölda ferðamanna á svæðinu sumrin, haustin og vorin. Aftur á móti telji þeir ferðamenn heldur fáa á veturna.
Lesa meira

Kall eftir ágripum: Ráðstefna um ábyrga ferðaþjónustu á áfangastöðum

Ráðstefnan RDT- 13: Tackling Overtoursim - Local Responses mun fara fram 29. – 30. september í Háskóla Íslands. Frestur til að skila ágripum er til 10. júlí nk.
Lesa meira

Afþreying er framtíðin - MA ritgerð

Á dögunum varði Jóhanna Ásgeirsdóttir ritgerð sína til meistaraprófs frá Háskóla Íslands, þar sem meginviðfangsefnið var afþreying erlendra ferðamana á Íslandi. Verkið grundvallaðist á gögnum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um ferðavenjur erlendra gesta.
Lesa meira

Dreifing gistinátta skv. GINI stuðli

Nota má GINIstuðul dreifingar til að sýna hvernig gistinætur útlendinga dreifast yfir mánuði ársins, greint eftir mismunandi svæðum.
Lesa meira

Rannsóknadagur RMF 2017

Rannsóknadagur RMF var haldinn í gær. Fimm doktorsnemar kynntu þar rannsóknaverkefni sín sem öll taka til ferðamála, og ræddu forsendur þeirra, tilgang og stöðu við leiðbeinendur og aðra sérfræðinga.
Lesa meira

Aðalfundur stjórnar RMF

Aðalfundur stjórnar RMF var haldinn 26. apríl í fundarsal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Lesa meira

Nýsköpun í ferðaþjónustu

Dr. Hin Heemstra var á dögunum í heimsókn hér á Rannsóknamiðstöð ferðamála. Í ferðinni hélt hún meðal annars erindi við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og við Háskólann á Hólum.
Lesa meira