Fréttir

Kallað eftir ágripum

Kallað er eftir ágripum erinda fyrir ráðstefnuna 31st Nordic Symposium on Tourism and Hospitality sem haldin verður í Östersund í Svíþjóð dagana 19.-21. september 2023.
Lesa meira

Ný skýrsla um skemmtiskipa ferðamennsku á Ísafirði

Ný skýrsla RMF sem fjallar um ávinning og áskoranir skemmtiskipa ferðamennsku á Ísafirði er komin út. Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður gagnasöfnunnar sem fór fram á Ísafirði 2021-2022.
Lesa meira

Lokaritgerð um ferðamál á Íslandi verðlaunuð

Í gær veittu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð um ferðamál á Íslandi. Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir hlaut verðlaunin í ár.
Lesa meira

TourNord vinnufundur í Bergen

Í síðustu viku var vinnufundur í TourNord samstarfsnetinu haldinn í Bergen, Noregi þar sem rædd voru þemu á borð við seiglu ferðaþjónustufyrirtækja, nærandi ferðaþjónustu og troðnings ferðaþjónustu.
Lesa meira

RMF hlaut styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

RMF hlaut rannsóknarstyrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til þess að vinna að verkefninu: Er ferðaþjónusta málið? Greining á hlutverki Vegagerðarinnar í sjálfbærri uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi.
Lesa meira

Rannsóknamiðstöð ferðamála auglýsir eftir meistaranema í spennandi rannsóknaverkefni í sumar á sviði ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála leitar eftir meistaranema í hlutastarf í sumar. Um er að ræða hlutastarf í 5 vikur sem dreift verður yfir sumarið. Gert er ráð fyrir að nemi hefji störf í byrjun júní en nákvæm tímasetning er samkomulagsatriði. Rannsóknin snýr að ábyrgri eyjaferðaþjónustu í Hrísey og Grímsey þar sem markmiðið er að leggja grunn að gerð sjálfbærrar áfangastaðaáætlunar. Verkefni nema mun snúa að gagnasöfnum, vettvangsferðum, innslátt og úrvinnslu gagna, og þátttöku í skýrslugerð.
Lesa meira

Tímarit um ferðamál á norðurslóðum - kall eftir greinum

Tímaritið Ferðamál á Norðurslóðum (FerNor) er nú opið fyrir innsendingu fræðigreina um ferðamál og ferðaþjónustu á norðurslóðum. FerNor er rafrænt, gjaldfrítt tímarit sem gefið er út í opnum aðgangi.
Lesa meira

Kallað eftir tilnefningum Lokaverkefnisverðlauna SAF og RMF 2023

SAF og RMF óska eftir tilnefningum til verðlauna fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál.
Lesa meira

Nýr starfsmaður RMF

Johannes (Hans) Welling er nýr sérfræðingur hjá RMF. Hann mun stýra umsóknarferli um styrki í Rannsóknasjóð og umsóknum í önnur alþjóðleg rannsóknarverkefni.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf T-CRISIS-NAV-verkefnisins komið út

RMF er þátttakandi í spennandi Erasmus+ verkefni sem hefur það að markmiði að þróa og hanna kennsluefni til þess að efla getu ferðaþjónustufyrirtækja að takast á við krísu.
Lesa meira